Ægir gerði jafntefli við KF í hádramatískum leik

aegir01Ægir og KF spiluðu í dag í 20.umferð 2.deildar karla í fótbolta. Ægir var fyrir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 17 stig og KF vermdu botnsætið með 10 stig. Ægismenn eru í harðri fallbaráttu og þurftu því nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn botnliðinu í dag.

Leikurinn fór fram á Ólafsfirði á erfiðum og blautum velli og setti vindur strik í reikninginn að auki. Eitthvað var um færi í leiknum en á 34. mínútu fékk Walesverjinn Jonathan Hood beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu aftan frá. Ægismenn því manni færri og þar af leiðandi komin smá brekka.

Ægismenn komust þó yfir á 43. mínútu þegar Magnús Pétur Bjarnason skoraði fyrir Ægismenn. Flott mark sem kom rétt fyrir hálfleik og staðan því 1-0 í hálfleik

Ægismenn léku á móti vind í seinni hálfleik og var augljóst að verkefnið var að fara að vera erfitt fyrir tíu Ægismenn. Allt virtist stefna í sigur Ægismanna en hið ótrúlega gerðist.

Á 92.mínútu fengu KF-menn hornspyrnu og skallaði leikmaður þeirra boltann yfir. Dómari leiksins Sverrir Gunnar Pálmason gerði hræðileg mistök og dæmdi aðra hornspyrnu. Markvörður KF og allir leikmenn liðsins fór því inní teig. Leikmaður KF sparkaði inní teig og enginn annar en Halldór Ingvar markvörður KF skoraði og jafnaði leikinn á 92.mínútu.

Hræðilega svekkjandi jafntefli á Ólafsfirði og gerir þetta að verkum að Ægismenn sitja enn í 11. sæti deildarinnar með 18 stig.

Sæti Lið L S J T M +/- Stig
7. Höttur 20 6 6 8 27::31 -4 24
8. Njarðvík 20 5 6 9 25::28 -3 21
9. KV 20 6 2 12 28::38 -10 20
10. Völsungur 20 3 11 6 24::34 -10 20
11. Ægir 20 5 3 12 23::41 -18 18
12. KF 20 2 5 13 12::45 -33 11

Næsti leikur Ægismanna er næsta laugardag 17.september á móti Völsungi á Húsavík. Augljóst er að um er að ræða leik upp á líf og dauða hjá báðum liðum.

Áfram Ægir!

-aös