Mikil eftirspurn eftir húsnæði í Þorlákshöfn

thorl_gudbjorgMikil sala hefur verið á fasteignum í Þorlákshöfn frá áramótun eftir að salan tók mikinn kipp. Samkvæmt Guðbjörgu Heimisdóttur, fasteignasala á Fasteignasölu Suðurlands, þá hefur það sýnt sig að það tekur um tvö ár frá því að sala fer af stað af miklum krafti á höfuðborgarsvæðinu þar til salan tekur við sér í Þorlákshöfn.

„Fasteignaverð hefur hækkað þó nokkuð og þá fyrst og fremst á eignum sem eru í góðu ásigkomulagi. Sem betur fer hefur lágt söluverð fasteigna sem þarfnast mikils viðhalds, ekki haft áhrif til lækkunar á eignum í góðu standi“ sagði Guðbjörg í viðtali við Hafnarfréttir.

Í dag vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá í Þorlákshöfn, því framboðið er ekki að anna eftirspurninni að sögn Guðbjargar. Þeir sem eru að íhuga að selja er því bent á að hafa samband á fastsud@gmail.com eða í síma 483-3424.