Þór vann Icelandic Glacial mótið

thor_icelandicglacialmotidÞórsarar eru sigurvegarar Icelandic Glacial mótsins árið 2016 en liðið vann Hauka í loka leik mótsins í gær 80-75. Liðið fór því taplaust í gegnum mótið.

Gestirnir úr Hafnarfirði höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik en Þórsarar komu til baka í þriðja leikhluta og náðu þar forystu sem þeir héldu síðan út leikinn.

Stigahæstur í liði Þórs var Maciej Baginski með 17 stig, Tobin Carberry skoraði 15, Ragnar Örn Bragason 12, Emil Karel Einarsson 10 stig, Grétar Ingi Erlendsson 8 stig, Halldór Garðar Hermannsson 7 stig, Magnús Breki Þórðarson 3 stig, Davíð Arnar Ágústsson 2 stig, Benjamín Þorri Benjamínsson 2 stig, Jón Jökull Þráinsson 2 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 2 stig.

Lokastaða Icelandic Glacial mótsins 2016:
Þór – 6 stig
Stjarnan – 4 stig
Skallagrímur – 2 stig
Haukar – 0 stig