Nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn voru hæstánægðir þegar fulltrúar körfuknattleiksdeildar Þórs mættu í skólann fyrir helgi og færðu krökkum fæddum 2009 og 2010 körfubolta að gjöf.
Krakkarnir fengu ekki bara körfubolta heldur fengu þeir einnig að hitta nokkrar stjörnur úr meistaraflokki liðsins en þeir Emil Karel, Magnús Breki og Tobin Carberry sáu um að færa krökkunum boltana.
Virkilega flott framtak hjá deildinni sem ýtir vonandi undir enn meiri áhuga og þátttöku ungra krakka á því að taka þátt í því öfluga íþróttastarfi sem körfuknattleiksdeild Þórs sem og aðrar deildir og félög standa fyrir í Þorlákshöfn.