Mánudaginn 9. september næstkomandi verður Bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Markmið dagsins er að vekja athygli á öllu því góða starfi sem unnið er á bókasöfnunum og mikilvægi bókasafna fyrir samfélagið.
Margvísleg dagskrá verður í boði í tilefni Bókasafnsdagsins á bókasöfnum landsins en dagurinn er haldinn nú í þriðja sinn. Á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn gefst gestum kostur á að fara í ratleik, og geta úr hvaða bókmenntaverki valdir textar eru. Þeir sem ná að leysa þessi verkefni vel af hendi, eiga átt von á glaðningi. Útbúin hafa verið sérstök bókamerki af tilefni dagsins og eru þau sérlega falleg þar sem yfirskrift bókasafnsdagsins er greinileg, en hún er „lestur er bestur – spjaldanna á milli“. Gestir fá með sér bókamerki og auk alls þessa verður boðið upp á kaffi og kleinur af tilefni dagsins.
Allir eru hvattir til að kíkja á bókasafnið á bókasafnsdeginum og halda upp á hann með starfsfólki.