Tveir bátar úr Þorlákshöfn sitja í efstu sætunum yfir aflahæstu humarveiðibáta ársins 2016. Frá þessu er greint á Aflafréttum.
Þinganes og Jón á Hofi verma efstu sætin og stefnir allt í að Þinganes verði humarkóngur ársins 2016. Þinganes er kominn með 218,8 tonn og Jón á Hofi 201,9 en þeir eru einu bátarnir sem komnir eru yfir 200 tonn.
Á topp 10 listanum eru 5 bátar frá Þorlákshöfn. Fróði II er sem stendur 4. aflahæstur, Friðrik Sigurðsson er 8. og Jóhanna er 10. aflahæsti báturinn.