Leiktíðinni lokið hjá Jóni Guðna vegna höfuðmeiðsla

Mynd: IFK Norrköping
Mynd: IFK Norrköping

Þorlákshafnardrengurinn Jón Guðni Fjóluson mun ekki leika meira á þessu tímabili með liði sínu Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Jón Guðni varð fyrir höfuðmeiðslum í leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí og hefur hann enn ekki náð að jafna sig af þeim.

Dale Reese, sjúkraþjálfari Norrköping, segir í samtali við Norrköpings Tidningar að eina í stöðunni sé að bíða. „Batinn hefur gengið hægar en reiknað var með og við tökum engar áhættur því það þarf að passa upp á heilann.“