Körfuboltamaðurinn Grétar Ingi Erlendsson var í viðtali hjá Gesti frá Hæli í Sportþættinum á Suðurland FM á mánudagskvöld.
Þar fór Grétar um víðan völl og ræddi meðal annars um núverandi lið Þórs sem og yngri flokkana þar sem kempur á borð við Svan Jónsson, Brynjólf Hjörleifsson, Otra Smárason og Finn Andrésson báru á góma.
Græni drekinn hefur ekki verið áberandi á áhorfendapöllunum það sem af er leiktíðar og sagði Grétar að ekkert stuðningsmannalið væri betra en Græni drekinn þegar hann er uppá sitt besta en bætti þó við; „Hann er bara hættur að vera dreki núna, nú er hann bara Græna músin.“
Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra þetta skemmtilega viðtal.