Jólaljósin tendruð á jólatrénu á ráðhústorginu í dag

jolatre01Ljósin á jólatréinu við Ráðhústorg verða tendruð klukkan 18 í dag, 1. desember.

Jólasveinarnir kíkja í heimsókn, Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar, skólakórarnir syngja og boðið verður upp á heitt súkkulaði í boði Kiwanismanna.

Ýmis fyrirtæki verða með sérstaka jólaopnun í tilefni dagsins:

  • Viss er opið frá kl. 17-21 og þar verður til sölu ýmist jólahandverk
  • Hendur í Höfn verður opið frá kl. 12-22. Léttur matseðill ásamt spennandi jóladrykkjum og 20% afsláttur af allri glervöru. Júlí Heiðar og Þórdís spila og syngja eftir kl 19.
  • Café Sól er opið frá kl. 17-21. Jólaglögg og ýmsar aðrar veitingar, lifandi tónlist, kynning og sala á íslensku handverki
  • Kompan er opin frá kl. 18-21. Tilboð á vörum og ýmsir aðilar mæta með varning til sölu.
  • Meitillinn er með pizzahlaðborð, pizza og gos á 1500 kr.
  • Nokkrir aðilar verða með varning til sölu í anddyri ráðhússins frá kl. 16-19.