Drangar er ný hljómsveit sem birtist almenningi skyndilega fyrir nokkrum vikum með laginu Bál en það hefur verið að gera það gott á veraldarvefnum undanfarið.
Hljómsveitina skipa engir aukvisar en það eru þeir Jónas Sig, Mugison og Ómar Guðjóns. Þeir sendu frá sér lagið Bál í lok september en það er af væntanlegri breiðskífu Dranga sem kemur út á næstu dögum og er samnefnd sveitinni.
Hér má hlusta á umrætt lag og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá Dröngum.