Sterkur sigur í fyrsta leik gegn Snæfell

ragginat01
Raggi Nat átti mjög góðan leik fyrir Þórsara í kvöld.

Þórsarar sigruðu Snæfell í fyrsta leik Dominos deildarinnar í körfubolta 81-92 í Stykkishólmi í kvöld.

Mike Cook átti stórleik og skoraði 38 stig í kvöld. Ragg Nat átti einnig mjög góðan leik í kvöld en í seinni hálfleik fór kappinn á kostum en hann skilaði 17 stigum og tók 14 fráköst. Nemanja Sovic skoraði 18 stig í kvöld.

Frábær byrjun hjá ungu liði Þórs á tímabilinu. Næsti leikur er heimaleikur gegn Stjörnunni á föstudaginn.