Frá hollvinafélaginu Höfn í Þorlákshöfn

tonarogtrix-4Nú á dögunum fór fyrsta fréttabréf frá hollvinafélaginu Höfn, sem er félag til uppbyggingar öldrunarmála í Ölfusi, í hús til skráðra félaga. Þar var stjórnin kynnt sem og lög félagsins sem samþykkt voru á stofnfundi 11. júní s.l. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar er að ná utan um þetta viðamikla og brýna verkefni sem okkur hefur verið falið. Stjórnin hefur komið saman þrisvar sinnum.

Í fréttabréfinu var einnig sagt frá fundi sem haldinn var 20. september með þingkonunni Silju Dögg Gunnarsdóttur og fulltrúum frá bæjarstjórn, félagsmálastjóra og velferðarnefnd, sem og fulltrúum frá hollvinafélaginu Höfn og félagi eldri borgara. Á fundinum var farið vel yfir hver staðan væri og þeirri vaxandi þörf á aukinni þjónustu við eldri borgara, ekki síst þá sem veikjast eða þurfa á frekari þjónustu að halda. Fulltrúar bæjarstjórnar í samráði við Höfn hollvinafélag og félag eldri borgara hafa unnið að lausnum og er greinilegur vilji þingmanna okkar að koma þar að málum líka.

Á stofnfundinum var ákveðið að félagsgjaldið yrði 2500 kr. og biðjum við félaga að leggja það inn á reikning Hafnar hollvinafélags, 0150-26-344 kt. 570713-1160. Þeir sem ekki eru félagar en hafa áhuga á því að gerast slíkur er bent á að hafa samband á asaberglind@gmail.com eða í síma 6927184.

Það er von okkar í stjórn Höfn hollvinafélags að sá skýri vilji íbúa sveitafélagsins sem fram kom á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix og stofnun hollvinafélagsins í kjölfarið verði til þess að eldri borgarar fái alla þá þjónustu sem þeir þurfa í sinni heimabyggð.

Þess má geta að hollvinafélagið Höfn er á Facebook, þar verða settar inn fréttir og fundargerðir. Smelltu hér til að fara á facebook síðu félagsins.

Fyrir hönd stjórnar,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir