Opna októbermót GÞ um helgina

golfvöllurÁ sunnudaginn 13. október fer fram Opna október mót GÞ í golfi. Mótið fer fram á Þorlákshafnarvelli og fer fram skráning á rástíma á golf.is

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er veðurspáin fyrir helgina nokkuð góð í Þorlákshöfn og eru allar líkur á góðri þáttöku.

Spiluð verður punktakeppni á þessu móti og verða nándarverðlaun á brautum 7 og 12.

Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin
1. sæti 20.000 kr. gjafabréf í Golfbúðina í Hafnarfirði
2. sæti 15.000 kr. gjafabréf í Golfbúðina í Hafnarfirði
3. sæti 10.000 kr. gjafabréf í Golfbúðina í Hafnarfirði
Nándarverðlaun eru 5.000 kr. gjafabréf í Golfbúðina í Hafnarfirði