Digiqole ad

Jónas, Mugison og Ómar Guðjóns gefa út Dranga

 Jónas, Mugison og Ómar Guðjóns gefa út Dranga

drangar01Drangar er ný hljómsveit sem birtist almenningi skyndilega  fyrir nokkrum vikum með laginu Bál en það hefur verið að gera það gott á veraldarvefnum undanfarið.

Hljómsveitina skipa engir aukvisar en það eru þeir Jónas Sig, Mugison og Ómar Guðjóns. Þeir sendu frá sér lagið Bál í lok september en það er af væntanlegri breiðskífu Dranga sem kemur út á næstu dögum og er samnefnd sveitinni.

Hér má hlusta á umrætt lag og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá Dröngum.