Hafnarfréttir vilja benda lesendum á að vefurinn er hýstur hjá hýsingarfyrirtækinu 1984 en eins og fram hefur komið í fréttum þá varð algjör bilun í kerfum fyrirtækisins aðfaranótt mánudags sem leiddi til þess að um 23 þúsund netföng og um 10 þúsund heimasíður hrundu.
Vefsíða Hafnarfrétta hrundi ekki en greinilegir hnökrar eru þó á síðunni og er hún mjög hæg eins og staðan er núna.
Við biðjum lesendur okkar að sýna þessu skilning og vonandi að allt fari á besta veg hjá 1984 en um 20% Íslendinga nota þjónustu þeirra.