Lið Ölfuss vann góðan  sigur á nágrönnum sínum í Hveragerði í Útsvarinu á RÚV í gærkvöldi, 66-50.

„Ölfusingar náðu góðri forystu í upphafi leiks en Hvergerðingar náðu góðum spretti um miðbik þáttar og komust tveimur stigum yfir. Það var svo í valflokkaspurningunum sem Ölfusingar sigu aftur vel fram úr og héldu þeirri forystu til leiksloka,“ segir á heimasíðu Ölfuss.

Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir stóðu sig virkilega vel og verður gaman að sjá hvaða lið mætir Ölfusi í næstu umferð.