Þór fær Val í heimsókn

Í kvöld, mánudag, mæta Valsmenn í heimsókn til Þorlákshafnar og etja þar kappi við Þórsara í Domino’s deildinni í körfubolta.

Þórsarar hafa ekki verið sannfærandi það sem af er tímabils og þurfa nauðsynlega að sækja sigur á heimavelli í kvöld gegn Val.

Valsmenn eru aftur á móti á siglingu þessa dagana og hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni, gegn Stjörnunni og ÍR.

Nú er nauðsynlegt að drífa sig á völlinn og styðja strákana til sigurs. Leikurinn hefst klukkan 19:15.