Skemmtileg og góð æfing fyrir heilann

Fimmtudaginn 10. október hefst bridge námskeið sem er ætlað öllum áhugasömum sem hafa gaman að því að spila, byrjendur sem og lengra komna.
,,Farið verður í grunnatriðin í bridge og yfir standard sagnakerfið. Bridge er bæði skemmtileg og góð æfing fyrir heilann, svolítið eins og að leysa þrautir og ekki skemmir að félagsskapurinn er oftast góður“ sagði Dagbjört Hannesdóttir sem mun sjá um kennsluna.
Hún segir einnig að vilji sé fyrir því að koma af stað bridgefélagi ef nægur áhugi verður. Námkeiðið hefst á morgun, fimmtudaginn 10 okt. kl. 17 á 9-unni, kennt er í 10 skipti og er námskeiðsgjald 10.000 kr.

Hægt að skrá sig hjá Dagbjörtu í síma 693-3708 eða með því að hafa samband við hana á facebook og einnig á lista sem liggur frami á 9-unni.