Þór mætir Haukum í 32-liða úrslitum bikarsins

Í gær var dregið í 32-liða úrslit karla í Geysisbikarnum. Þór mætir Haukum í Hafnarfirði en sú viðureign er sú eina þar sem tvö úrvalsdeildarlið mætast.

Það verður því verðugt verkefni sem Þórsarar fá í fyrstu umferð en leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram dagana 2.-4. nóvember.

Hér að neðan má sjá allar viðureignirnar í 32-liða úrslitum.

KR-b – Álftanes
Höttur – Njarðvík
Hamar – Grindavík
Selfoss – Tindastóll
Þór Akureyri-b – Keflavík
Breiðablik – ÍR
Skallagrímur – Sindri
Reynir Sandgerði – ÍA
Haukar – Þór Þorlákshöfn
Snæfell – Þór Akureyri