Okkar menn stóðu sig frábærlega í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. Lagið Í stormi eftir Júlí Heiðar Halldórsson hafnaði í 2. sæti eftir einvígi við lagið Our Choice, sem Ari Ólafsson söng, en það lag verður framlag Íslands í Eurovision í maí.
Dagur Sigurðsson söng lag Júlís sem fyrr óaðfinnanlega en hann sigraði fyrri símakosninguna með miklum yfirburðum eða 24.547 atkvæðum en Our Choice hlaut 18.408 atvæði eftir fyrri kosninguna. Þá endaði Dagur einnig í fyrsta sæti í vali dómnefndar. Það var svo ekki fyrr en í einvíginu sem Our Choice hafði betur.