Digiqole ad

Úrslitin ráðast í kvöld! 900 9906

 Úrslitin ráðast í kvöld! 900 9906

Í kvöld kemur í ljós hvert framlag Íslands verður í Eurovision þetta árið en eins og allir vita á Júlí Heiðar Halldórsson eitt þeirra sex laga sem keppa til úrslita.

Dagur Sigurðsson syngur lag hans, Í stormi, og eins og áður hefur verið greint frá þá verður lagið flutt á íslensku í kvöld.

Atriðið verður síðast í röðinni í kvöld og er kosninganúmerið 900 9906. Nú er að standa við bakið á okkar fólki og er aldrei að vita nema Þorlákshafnarbúar muni eiga atriði í Eurovision í Portúgal í maí.

Útsendingin hefst kl. 19:45 á RÚV.