Ísak Júlíus Perdue hefur verið valinn í U15 ára landsliðshóp drengja í körfubolta sem mun taka þátt í Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní.
Ísak er á fimmtánda aldursári og er gífurlega efnilegur körfuboltamaður. Hann hefur verið að banka á dyr meistaraflokks og var hann til að mynda í leikmannahópi Þórsara í nokkrum leikjum í vetur.
Hafnarfréttir óska Ísaki til hamingju með árangurinn og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.