Ölfus komið í úrslit í Útsvari!

Lið Ölfus er komið í úrslit Útavarsins eftir frábæran sigur á Fljótsdalshéraði 80-78 þar sem úrslitin réðust í æsispennandi bráðabana!

Árný, Hannes og Magnþóra skipa frábært lið og var virkilega gaman að sjá þau vinna feiknarsterkt lið Fljótsdalshéraðs í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ölfus kemst í úrslit og verður spennandi að fylgjast með úrslitaþættinum.