Frambjóðendur D-listans þakka af auðmýkt og einlægni þann stuðning sem íbúar í Ölfusi sýndu málefnum listans í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn. Í okkar herbúðum er mikil eftirvænting fyrir komandi misserum enda ljóst að sveitarfélagið okkar er ríkt af tækifærum og mörg sóknarfæri framundan.
Í Ölfusi er einstaklega gott að búa, tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar eru gríðarlega mörg og landfræðileg staðsetning hreint út sagt frábær. Fyrst og fremst erum við þó samfélag sem býr vel að dýrmætum mannauði og þá ekki síst þeirra sem nú þegar starfa hjá sveitarfélaginu og hökkum við mikið til að starfa áfram með þeim. Þá munum við leggja áherslu á aukið samtal við fólk og fyrirtæki og aukna samvinnu á milli þéttbýlis og dreifbýlis.
D-listinn vill þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu okkur lið á síðastliðnum vikum og þá ekki síst með aðkomu sinni að málefnastarfi listans. Þá viljum við þakka fráfarandi bæjarfulltrúum, varabæjarfulltrúum, aðal- og varamönnum í nefndum og öðrum sem að sveitarstjórnarmálunum hafa komið síðasta kjörtímabil, kærlega fyrir þeirra framlag í þágu samfélagsins.
Gestur Þór Kristjánsson
Rakel Sveinsdóttir
Grétar Ingi Erlendsson
Steinar Lúðvíksson
Kristín Magnúsdóttir
Sesselía Dan Róbertsdóttir
Eiríkur Vignir Pálsson
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Björn Kjartansson
Elsa Jóna Stefánsdóttir
Írena Björk Gestsdóttir
Sigurður Bjarnason
Sigríður Lára Ásbergsdóttir
Einar Sigurðsson