Kór þórlákskirkju ásamt Kór Selfosskirkju halda sameiginlega tónleika í Þorlákskirkju miðvikudaginn 21. maí nk.
Á efnisskrá eru kórverk eftir J. S. Bach, G. F. Handel, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Lloyd Webber o.fl. Stjórnandi kóranna er Jörg E. Sondermann, organisti á Selfossi og í Þorlákshöfn.Hann leikur einnig orgelverk eftir Johann Sebastian Bach á milli þess sem kórarnir syngja.
Kynnir er sr. Baldur Kristjánsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum.