Íþrótta- og frístundastarf – gerum gott starf enn betra!

BaldurRagnarsÞað er mikilvægt að Sveitarfélagið Ölfus verði áfram í fararbroddi um faglega uppbyggingu í íþrótta- og æsku- lýðsmálum. Einnig þarf þátttaka almennings í íþróttum og tómstundum að vera almenn og til eftirbreytni. Það er mikilvægt að skapa bæjarbúum tækifæri til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar. Markmið okkar er að auka þátttöku og efla lýðheilsu íbúanna og stuðla að aukinni hreyfingu almennings í bænum.

Uppbygging og skipulag opinna svæða, sem hugsuð eru til leik- og útivistar, er mikilvægt að gera í samvinnu við íbúa. Horft er til þess að hafa opna fundi eða hugmynda- bankasíðu á veraldarvefnum til að stuðla að aukinni hreyfingu og betri líðan. Hjóla-, göngu- og reiðstígar í þéttbýli og dreifbýli Ölfuss skapa skemmtilega umgjörð til útivistar.

Sterkur bakhjarl í afreksstarfi

Sveitarfélagið þarf að vera sterkur bakhjarl í íþrótta- og afreksstarfi til að styðja við afreksfólk sem vekur athygli bæði hérlendis og erlendis. Góður árangur á undanförn- um árum hjá landsliðsfólki okkar í hinum ýmsu greinum, hjá meistaraflokkum í körfubolta og fótbolta að ógleymd- um okkar hæfileikaríka hópi tónlistarfólks, hefur verið okkar besta auglýsing fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Við þurf-um að leggja metnað í að vera með afrekshópa í fremstu röð. Við eigum að vera stolt af afreksfólki okkar og veita þeim sem bestan stuðning. Þúsundir gesta koma árlega í bæinn okkar Þorlákshöfn til að fylgjast með íþrótta- og tónlistarviðburðum og er mikilvægt að taka vel á móti þeim og styðja við framþróun í íþrótta- og frístundastarfi bæjarins.

Fimleikaaðstaða og yfirbyggður gervigrasvöllur

Uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið mikil á síðustu árum en við þurfum að horfa fram á veginn og bæta aðstöðu fyrir fimleikafólk með viðbyggingu við íþróttahúsið og byggja yfir gervigrasvöllinn. Að þessu vil ég stefna á komandi kjörtímabili.

Fjölskylduvæn stefna í íþrótta- og æskulýðsstarfi er forgangsmál til að auka þátttöku barna og ungmenna. Markmiðið er allir geti tekið þátt í fjölbreyttu frístundastarfi óháð efnahag.

Baldur Þór Ragnarsson, Framfarasinni í Ölfusi