Það verður mikið hlegið í Ráðhúsi Ölfuss föstudaginn 26. september en þá mun enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon skemmta bæjarbúum.
Pétur Jóhann hefur ferðast um landið undanfarna mánuði með sýninguna sína „Pétur Jóhann óheflaður“ og nú er komið að höfninni fögru. Sýningin er tveggja klukkustunda löng og er hún samin af Pétri sjálfum. Að sýningu lokinni mun trúbadorinn Magnús Kjartan halda uppi stemningu fram eftir nóttu.
Skemmtunin er fjáröflunarkvöld hjá Knattspyrnufélaginu Ægi og því er ekki úr vegi að hlægja sig máttlausan og um leið styrkja gott málefni. Forsala miða hefst mánudaginn 22. september í Skálanum og kostar miðinn þar 2.900 krónur en annars kostar hann 3.900 krónur í hurð.
Húsið opnar klukkan 21 og er mælst með því að mæta tímanlega til að ná góðum sætum.