Ægir getur tryggt sæti sitt með sigri í lokaleiknum

stukan-25Í dag fer fram síðasta umferð 2. deildar karla í fótbolta og í Mosfellsbæ tekur Afturelding á móti Ægismönnum í mjög mikilvægum leik.

Ef Ægir sigrar Aftureldingu í dag er sæti liðsins í deildinni öruggt en ef liðið tapar og Reynir og Njarðvík vinna á sama tíma sína leiki þá fara Ægismenn niður um deild.

Það er því mikið í húfi hjá Ægi og er um að gera að skella sér í laugardagsrúnt og hvetja áfram strákana. Leikurinn hefst klukkan 14 og fer fram á N1-vellinum Varmá.