Vísbending, tímarit um efnahagsmál, hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaga og fundið þannig út hvaða sveitarfélag er „Draumasveitarfélagið“. Er sveitarfélögunum gefnar einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna.
Útreikningar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaganna árið 2013. Sveitarfélagið Ölfus kemur ágætlega út í þessar úttekt og situr í 11. sæti listans en fellur þó niður um sex sæti frá því árið á undan.
Fimm forsendur Vísbendingar
Þær forsendur sem tímaritið Vísbending leggur til grundvallar valinu á Draumasveitarfélaginu eru þessar:
1. Skattheimtan þarf að vera sem lægst.
2. Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar.
3. Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%.
4. Hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0.
5. Veltufjárhlutfall sé nálægt 1.0.