Leikfélag Ölfus frumsýndi í gærkvöldi gamanleikritið Enginn með Steindóri fyrir fullum sal í Ráðhúsi Ölfuss.
Skemmst er frá því að segja að um stórskemmtilegt verk er að ræða þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar trekk í trekk.
Leikarar sýningarinnar voru virkilega góðir og fóru vel með sín hlutverk og greinilegt að mikil fagmennska ríkir hjá leikfélaginu. Að öllum öðrum ólöstuðum þá átti Erla Dan Jónsdóttir stórleik í hlutverki móður Hilmars og Steindórs en hún var sprenghlægileg í þessari sýningu.
Þorlákshafnarbúar ættu ekki að láta þetta leikrit fram hjá sér fara. Það er gaman að sjá að í okkar fámenna samfélagi er starfrækt virkilega gott leikfélag sem setur upp flottar sýningar ár eftir ár og er Enginn með Steindóri þar engin undantekning.
Leikstjóri: F. Elli Hafliðason
Höfundur: Nína Björk Jónsdóttur
Leikarar: Aðalsteinn Jóhannsson, Axel Bergmann Sigurðsson, Árný Leifsdóttir, Benjamín Hallbjörnsson, Erla Dan Jónsdóttir, Hilmar Kristberg Jónsson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Oddfreyja H. Oddfreysdóttir og Ólöf Þóra Þorkelsdóttir.
Næstu sýningar eru:
2. sýning 30. október kl. 20:00
3. sýning 4. nóvember kl. 20:00
4. sýning 11. nóvember kl. 20:00
5. sýning 13. nóvember kl. 20:00