Um 25 manns hefur verið sagt upp störfum síðustu tvo mánuði hjá fiskvinnslufyrirtækinu Frostfiski í Þorlákshöfn.
Samkvæmt heimildum voru um 20 manns sagt upp núna í nóvember og í síðasta mánuði voru um það bil 5 manns sagt upp störfum.
Ástæður uppsagnanna eru sagðar þær að ekki sé nægt hráefni að finna á fiskmörkuðum til að halda fyrirtækinu gangandi með þann mannskap sem fyrir var. Því hafi þurft að grípa til þessara aðgerða með þeim afleiðingum að rúmlega 20 manns misstu vinnuna.