Síðustu sýningar á Enginn með Steindóri

enginnmedsteindori01Leikfélag Ölfuss hefur bætt við aukasýningum á hið bráðskemmtilega leikrit Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur í leikstjórn Don Ellione.

„Aðsókn hefur verið alveg frábær og uppselt á hverja sýninguna af annarri,“ segir Magnþóra Kristjánsdóttir formaður leikfélagsins.

Ekki verður bætt við fleiri sýningum svo nú er um að gera að drífa sig í leikhús. Næstu sýningar verða sem hér segir:

7. sýning fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00
8. sýning föstudaginn 21. nóvember kl. 20:00
9. sýning laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00
10. sýning – aukasýning – þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00
11. sýning – aukasýning – fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:00
12. sýning – LOKASÝNING – laugardaginn 29. nóvember kl. 18:00 (ath. breyttan sýningartíma)

Miðapantanir í síma 661-0501 og á leikfjelag@gmail.com. Miðaverð er 2.500 kr. og er verkið sýnt í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn.