Þór fær Skallagrím í heimsókn

vee_sanford-1Í kvöld fer fram leikur Þórs og Skallagríms í Dominos deild karla í körfubolta í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Þórsarar gerðu góða ferð á Ásvelli í síðustu umferð og unnu þar sanngjarnan sigur á Haukum. Fyrir þann leik höfðu Haukar einungis tapað fyrir Stjörnunni sem Skallagrímur vann einmitt í síðustu umferð og má því fastlega reikna með hörku leik í kvöld.

Leikurinn hefst að venju klukkan 19:15 og er tilvalið að skella sér á völlinn þennan fína föstudag.