Sannfærandi sigur Þórsara

thor_skallagrimur-15Þór sigraði lið Skallagríms 100-90 í Dominos deild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.

Þórsarar höfðu yfirhöndina í öllum leiknum að undanskyldum fjórða leikhluta þar sem Skallagrímur gerði gott áhlaup á heimamenn og minnkuðu muninn í þrjú stig tvíveigis.

Það kom þó ekki að sök og kláruðu Þórsarar leikinn með Nemanja Sovic í broddi fylkingar. Eftir 8 mínútur í fyrri hálfleik skorðai Sovic 17 stig og endaði með 26 stig í lok leiks og var stigahæstur í liði Þórs.

Eftir þennan leik sitja Þórsarar í 3-7. sæti deildarinnar en næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni í Garðabæ næstkomandi fimmtudag.