Þrettán umsóknir bárust í afreks- og styrktarsjóð sveitarfélagsins Ölfus að þessu sinni og var samþykkt að styrkja tíu þeirra.
Fram kemur í fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar Ölfuss að aldrei hafi svona margar umsóknir borist í sjóðinn.
Samþykkt var að veita eftirfarandi styrki:
- 180.000 króna styrkur til Körfuknattleiksdeildar Þórs vegna æfingaferðar 18 körfuknattleiksdrengja og stúlkna til Barrow í Englandi.
- 100.000 króna styrkur til Fimleikadeildar Þórs vegma æfingaferðar 10 fimleikastúlkna til Cesenatico á Ítalíu.
- 60.000 króna styrkur til Halldórs Garðars Hermannssonar vegna þátttöku á Norðurlandamóti landsliða U-18 ára drengja og Evrópumóti U- 18 ára landsliði drengja í körfuknattleik.
- 30.000 króna styrkur til Sigrúnar Elfu Ágústsdóttur vegna þáttöku í U- 15 ára landsliði stúlkna á Alþjóðlegu móti í Danmörku.
- 30.000 króna styrkur til Erlendar Ágústs Stefánssonar vegna þátttöku í U-20 ára landsliði karla á Norðurlandamóti í Finnlandi.
- 20.000 til Atla Þórs Gíslasonar vegna þátttöku í móti í samkvæmisdönsum í Blackpool í Englandi. Auk þess mun Atli keppa í landsliðakeppni fyrir Íslands hönd.
- 20.000 króna styrkur til Lilju Rúnar Gísladóttur vegna þátttöku í móti í samkvæmisdönsum í Blackpool í Englandi. Auk þess mun Lilja keppa í landsliðakeppni fyrir Íslands hönd.
- 10.000 króna styrkur til Söndru Daggar Þrastardóttur vegna keppnisferðar með 3. flokki stúlkna Ægis/Hamars/Selfoss í knattspyrnu á Barcelona Cup.
- 10.000 króna styrkur til Söndru Dísa Jóhannesdóttur vegna keppnisferðar með 3. flokki stúlkna Ægis/Hamars/Selfoss í knattspyrnu á Barcelona Cup.
- 10.000 króna styrkur til Evu Lindar Elíasdóttur vegna æfingaferðar með meistaraflokki kvenna í Umf. Selfoss til Spánar.