Digiqole ad

Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar síðustu 150 daga

 Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar síðustu 150 daga
herjólfur2
Frá kveðjusiglingu Herjólfs árið 2010. Báturinn hefur margsinnis komið til Þorlákshafnar síðan.

Herjólfur hefur nú siglt til Þorlákshafnar í rúmlega 150 daga í röð eða rétt tæplega fimm mánuði vegna slæmra veðurskilyrða í Landeyjahöfn.

Erfið veðurskilirði hafa verið í Landeyjahöfn í vetur og mikill sandur hefur safnast fyrir í höfninni. Sanddæling úr höfninni mun þó hefjast á næstu dögum þar sem nú er gott í sjóinn.

Ljóst er að nokkurn tíma tekur að gera höfnina klára enda sigldi Herjólfur síðast í Landeyjahöfn þann 23. nóvember síðastliðinn.