Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar síðustu 150 daga

herjólfur2
Frá kveðjusiglingu Herjólfs árið 2010. Báturinn hefur margsinnis komið til Þorlákshafnar síðan.

Herjólfur hefur nú siglt til Þorlákshafnar í rúmlega 150 daga í röð eða rétt tæplega fimm mánuði vegna slæmra veðurskilyrða í Landeyjahöfn.

Erfið veðurskilirði hafa verið í Landeyjahöfn í vetur og mikill sandur hefur safnast fyrir í höfninni. Sanddæling úr höfninni mun þó hefjast á næstu dögum þar sem nú er gott í sjóinn.

Ljóst er að nokkurn tíma tekur að gera höfnina klára enda sigldi Herjólfur síðast í Landeyjahöfn þann 23. nóvember síðastliðinn.