Í liðinni viku var Grunnskólanum í Þorlákshöfn breytt í samfélagið „Þorpið“ þar sem nemendur skólans sáu um að byggja upp samfélagið.
Á fimmtudaginn var Þorpið opið fyrir alla sem vildu sjá afrakstur nemendanna og jafnvel gera góð kaup. Í Þorpinu var hægt að fá margskonar vöru og þjónustu á borð við konfekt, kryddjurtir, leikföng, hannyrðir, glermuni, skartgripi og margt fleira sem fólk gat síðan greitt fyrir með „Þollurum“, gjaldmiðli Þorpsins.
Í Þorpinu var starfræktur fjölmiðillinn Hafnarpóstur sem meðal annars gaf út fréttablað. Einnig tóku starfsmenn miðilsins viðtöl við hina og þessa. Hægt er að sjá afrakstur Hafnarpóstsins á Youtube rás þeirra hér.
Hér að neðan má sjá flottar myndir sem Marta María Bosovic nemandi í 8. bekk og starfsmaður Hafnarpósts tók í Þorpinu.