Margir íbúar í Þorlákshöfn fengu ansi skemmtileg skilaboð þegar þeir vöknuðu í morgun. Einhverjir gleðigjafar höfðu nefnilega límt miða á marga bíla sem búið var að skrifa á jákvæð og skemmtileg skilaboð.
Hafnarfréttir hafa ekki upplýsingar um hverjir stóðu þarna að verki en ljóst er að uppátækið vakti mikla lukku og lýsir það þeim góða anda sem ríkir meðal íbúa.