Stóra miðamálið – Gleðigjafar aftur að verki

midi2Eins og Hafnarfréttir fjölluðu um í gær þá voru gleðigjafar á ferli í Þorlákshöfn í gærmorgun og límdu þeir miða með jákvæðum og skemmtilegum skilaboðum út um allan bæ. Í morgun vöknuðu margir íbúar aftur við að finna slíka miða við híbýli sín.

Enn er óljóst hverjir standa þarna að verki en það geta allir verið sammála um að það sé virkilega skemmtilegt að vakna og finna slíkan miða. Uppátæki sem þetta lífgar upp á tilveruna og sýnir okkur hvað það er gott að búa í Þorlákshöfn.