Gleðigjafarnir eru fundnir

GleðigjafarnirGleðigjafarnir sem hafa seinustu tvo morgna límt skemmtileg og jákvæð skilaboð um allan bæ eru komnir í leitirnar. Gleðigjafarnir fimm eru:

Arna Björg Gunnarsdóttir
Ásdís Birta Auðunsdóttir
Sara Lind Traustadóttir
Sunna Ýr Sturludóttir
Sigrún Sól Jónsdóttir

Samkvæmt heimildum Hafnarfrétta voru einhverjir íbúar farnir að huga að því að geyma bíl sinn úti með von um að fá gleðipóst daginn eftir.

Þetta uppátæki er virkilega skemmtilegt hjá þessu ungu stelpum og er það virkilega jákvætt að ungt fólk í Þorlákshöfn sé að gleðja náungann á næturnar.