Í kvöld í mjölskemmunni við gömlu bræðsluna var í gangi listasmiðja en hún er hluti af dagskrá Hafnardaga. Í listasmiðjunni gafst íbúum tækifæri til að undirbúa skreytingar sínar fyrir Hafnardaga hvort sem um var að ræða skreytingar fyrir götur, hverfi eða hátíðarsvæði.
Töluverður fjöldi var í listasmiðjunni þegar blaðamaður Hafnarfrétta mætti á svæðið og ljóst er að margar skemmtilegar og fjölbreyttar skreytingar verða á hátíðinni í ár. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim skreytingum sem útbúnar voru í listasmiðjunni.