Þriðji og síðasti gróðursetningardagur skógræktarfélasins á þessu ári er á fimmtudaginn og verður gróðursett á Þorlákshafnarsandi, neðan við Skýjaborgir frá kl. 16:00 til 19:00.
„Við hvetjum fólk að koma og njóta útiveru og skoða þann góða árangur sem ræktun á sandinum er að sýna okkur og ekki skemmir að veðurspáin lofar góðu,“ segir í tilkynningu Skógræktarfélags Þorlákshafnar og Ölfuss.