Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, fundaði með Regínu Björk Jónsdóttur og Karli Eiríkssyni, viðskiptastjórum Nova í morgun varðandi bætt fjarskiptasamband í Þrengslunum en Nova er þjónustuaðili sveitarfélagsins.
Regína og Karl tilkynntu að sambandið yrði bætt fyrir áramót ef veður leyfir eða eins fljótt og auðið er.
Þetta eru verulega jákvæðar fréttir en sambandið er mjög slæmt á ákveðnum kafla í Þrenglsunum. Mun þetta auka öryggi á ferðalögum um Þrengslin.