Í gærkvöldi gerðu Ægismenn sér lítið fyrir og sigruðu Kóngana 17-0 á Þorlákshafnarvell í D-riðli 4. deildar karla.
Frá fyrstu mínútum leiksins var ljós í hvað stemndi og eftir 26 mínútna leik var Ægir komið í 6-0 og eftir sjötta markið voru gerðar fjórar breytingar á liði Ægis. Markaveislan hélt þó áfram og í hálfleik var staðan 9-0.
Seinni hálfleikur var lítið skárri hjá Kóngunum og á lokamínútum leiksins voru leikmenn Kónganna farnir að hvetja dómarann til þess að flauta leikinn af.
En lokastaðan var 17-0 sem er jafnframt stærsti sigur Ægis í deildarkeppninni frá stofnun.