Gamli Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í dag, 26. ágúst, en hann sigldi einnig í Þorlákshöfn í gær.
Ölduhæð við Landeyjahöfn er mjög mikil en klukkan 06:30 í morgun var hún 3,5 metrar og mun hún hækka þegar líður á daginn ef marka má spána.
Hafnarmannvirki í Þorlákshöfn eru ekki fullgerð undir nýja Herjólf og er það ástæða þess að gamli Herjólfur siglir nú til Þorlákshafnar segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.