Þórsarar eru komnir í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu gegn Keflavík eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 88-83.
Þórsarar byrjuðu leikinn vel í kvöld og náðu mest 17 stiga forystu í öðrum leikhluta. Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í þeim þriðja og komust yfir í byrjun þess fjórða. Þórsarar svöruðu og breyttu stöðunni sér í vil og sigurðu að lokum 88-83 í frábærum körfuboltaleik.
Adomas Drungilas átti stórleik í kvöld og skoraði 29 stig. Larry Thomas sem setti niður nokkrar hrikalega fallegar þriggja stiga körfur í leiknum, skoraði alls 20 stig. Callum Reese Lawson og Styrmir Snær Þrastarson skoruðu báðir 14 stig í kvöld. Halldór Garðar Hermannsson og Ragnar Örn Bragason voru báðir með 4 stig og Davíð Arnar Ágútsson með 3 stig.
Næsti leikur liðanna verður því risastór í Keflavík næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:15.