Ægismenn á siglingu: Eina taplausa lið deildarinnar

Ægismenn gerðu góða ferð austur á Vopnafjörð í gær þegar þeir unnu öruggan 2-0 sigur á Einherja í 3. deild karla í fótbolta.

Cristofer Moises Rolin skoraði bæði mörk Ægis, það fyrra á lokamínútu fyrri hálfleiks og það seinna á 52. mínútu leiksins.

Með sigrinum eru Ægismenn komnir í 2. sæti deildarinnar og eru eina taplausa lið deildarinnar. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn KFS á laugardaginn.