Hamar-Þór tryggði sér sæti í úrslitakeppninni

Hamar-Þór vann sterkan sigur á Stjörnunni í Þorlákshöfn í gær og með sigrinum tryggðu þær sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta, þar sem keppt verður um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Konurnar í Hamar-Þór hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og var þetta þriðji sigurleikur liðsins í röð. Þær munu mæta deildarmeisturum Ármanns í 4-liða úrslitum og í hinni viðureigninni mætast ÍR og KR.

Astaja Tyghter var algjörlega frábær í leiknum með tvöfalda með tvennu fyrir Hamar-Þór, hún skoraði 28 stig og tók 29 fráköst, auk þess sem hún stal hún 5 boltum og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var mjög góð með 16 stig og 18 fráköst, þar af 10 sóknarfráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 9 stig og sendi 7 stoðsendingar, Gígja Rut Gautadóttir skoraði 8 stig, Helga María Janusdóttir 7, Ingibjörg Bára Pálsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir 3 og Elín Þórdís Pálsdóttir 1.