Samkvæmt upplýsingum á vef Herjólfs þá er ófært til Landeyjarhafnar þar sem ölduhæð er of mikil. Því mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar í dag að minnsta kosti fyrr partinn.
Eins og flestir Ölfusingar vita þá hefur Herjólfur verið reglulegur gestur yfir vetrartímann þrátt fyrir að Þorlákshöfn hafi einungis verið hugsuð sem neyðarhöfn.
Í ár kemur Herjólfur þó óvenju snemma til okkar. En að sjálfsögðu verður tekið vel á móti Herjólfi eins og alltaf.