Þorrablót Þorlákshafnarbúa var haldið síðastliðinn laugardag í Versölum. Það voru Hestamannafélagið Háfeti, Kiwanisklúbburinn Ölver og Leikfélag Ölfuss sem stóðu að blótinu. Það er mál manna að vel hafi tekist til og var þetta skemmtun góð. Þorramaturinn frá Veisluþjónustu Suðurlands rann ljúflega niður og svo virtist sem skemmtiatriði nefndarinnar hafi farið vel í mannskapinn. Danshljómsveit Ívars Daníels hélt svo uppi stuðinu fram á nótt og var dansgólfið fullt allt til enda. Félagar úr Björgunarsveitinni Mannbjörgu sáu um dyravörslu og stóðu sig afar vel.
Þorrablótsnefndin vill koma eftirfarandi á framfæri:
,,Þorrablótsnefnd vill þakka öllum sem komu og skemmtu sér með okkur á laugardaginn. Á bak við þennan viðburð er mikil vinna sem væri lítils virði ef ekki væri fyrir ykkur sem komið á blótið.
Ennfremur viljum við þakka:
Þórarni F. Gylfasyni
Sveitarfélaginu Ölfusi
Icelandic Glacial
Björgunarsveitinni Mannbjörgu
Auði Magneu, Katrínu Ósk og Sirrý Fjólu
Veisluþjónustu Suðurlands
Danshljómsveit Ívars Daníels
Öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg
Kveðja, nefndin“